Tapaði 86 milljörðum norskra króna

SCANPIX NORWAY

Norski olíusjóðurinn tapaði 86 milljörðum norskra króna, 1.897 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári. Er tapið einkum rakið til skuldakreppunnar þar sem virði eigna sjóðsins lækkaði umtalsvert á liðnu ári. Er þetta versta afkoma sjóðsins frá árinu 1998, samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum.

Eignir sjóðsins, sem er lífeyrissjóður norska ríkisins, eru metnar á 600 milljarða Bandaríkjadala en þær drógust saman um 2,5% á síðasta ári. Hlutabréfaeignin dróst saman um 8,8% en skuldabréfaeignin hækkaði um 7%.

Yngve Slyngstad, forstjóri Norska olíusjóðsins, segir niðurstöðuna endurspegla verðfall á hlutabréfaverði á síðasta ári og skuldir ríkissjóða á evru-svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK