Evruvandinn hægir á hagvexti í Svíþjóð

Anders Borg fjármálaráðherra Svíþjóðar.
Anders Borg fjármálaráðherra Svíþjóðar. Reuters

Í endurnýjaðri hagspá fyrir 2012 sem gefin var út í dag lækkaði sænska fjármálaráðuneytið hagvaxtaspá ríkisins úr 1,3% niður í aðeins 0,4%. Skýringin er afleiðingar skuldavanda evrusvæðisins. 

„Hægjast mun á hagvexti Svíþjóðar árið 2012 í kjölfar skuldakreppunnar í Evrópu," sagði í yfirlýsingu ráðuneytisins. Þá er búist við því að atvinnuleysi í Svíþjóð muni aukast úr 7,5% árið 2011, í 7,8% árið 2012.

Á síðasta ári mældist hagvöxtur í Svíþjóð 3,9%, þrátt fyrir 1,15 samdrátt á fjórða ársfjórðungi. Hinsvegar er spáð 3,5% hagvexti á tímabilinu frá 2013 til 2016 og áætlar sænska ríkisstjórnin að atvinnuleysi verði komið niður í 5,2% undir lok sama tímabils. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK