Viðskiptajöfnuður jákvæður á evrusvæðinu

Reuters

Viðskiptajöfnuður evrusvæðisins var jákvæður um 2,8 milljarða evra í febrúar samanborið við 2,8 milljarða evra viðskiptahalla í sama mánuði á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum sem Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, sendi frá sér í dag. Bætt staða evrusvæðisins að þessu leyti er einkum rakinn til 11% aukningar í útflutningi á sama tíma og innflutningur dróst saman um 7%.

Eurostat hefur einnig sent frá sér frekari upplýsingar um viðskiptajöfnuð á evrusvæðinu í janúar þegar halli var upp á 7,9 milljarða evra og 23,5 milljarða evra þegar horft var til ESB í heild. Þar kemur fram að viðskiptajöfnuður var jákvæðastur í Þýskalandi á meðan mestur viðskiptahalli var í Bretlandi.

Fréttavefur breska dagblaðsins Guardian segir frá þessu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK