Ingibjörg er þreytt á umræðunni um eignarhald 365

mbl.is/Heiðar

„Ég á 365. Ég setti sjálf peninginn í það. Þess vegna á ég það, annars myndi ég ekki nenna að eiga það,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður fjölmiðlasamsteypunnar 365, í samtali við Morgunblaðið.

„SMS kemur mér ekkert við. Ekki neitt,“ segir hún í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Ingibjörg er orðin þreytt á fréttum þar sem eignarhald hennar á 365 er dregið í efa.

Ingimar Karl Helgason fjölmiðlamaður skrifaði pistil á vinstri vefinn Smuguna, þar sem fram kom að félag sem hélt utan um helmingshlut Jóhannesar Jónssonar, stofnanda Bónuss, og viðskiptafélaga hans í færeyska verslunarfyrirtækinu SMS, ætti einnig í 365. Við það vaknaði spurningin hvort Ingibjörg ætti ein eignarhaldsfélögin sem eiga fjölmiðlaveldið. „Jón Ásgeir eða Jóhannes Jónsson eiga ekki í félaginu þó að margir vilji hafa það þannig,“ segir hún í tölvuskeyti til Morgunblaðsins. Hún eigi sjálf um 90% í 365.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK