Verðbólgan 5,4%

Verð á bensíni og dísilolíu lækkaði um 3,9%
Verð á bensíni og dísilolíu lækkaði um 3,9% AFP

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í maí lækkaði um 0,03% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,08% frá apríl. Greiningardeildir höfðu spáð því að vísitala neysluverðs mundi hækka um 0,4-0,5% í mánuðinum.

Verð á bensíni og dísilolíu lækkaði um 3,9% (vísitöluáhrif -0,24%) en verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 7,6% (0,12%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,4% og vísitalan án húsnæðis um 5,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,8% sem jafngildir 7,5% verðbólgu á ári (8,1% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Er þetta mun minni verðbólga en í síðasta mánuði en þá var hún 6,4% mæld á tólf mánaða tímabili. Hefur verðbólga, mæld á tólf mánaða tímabili, ekki verið jafn lítil og nú síðan í desember 2011 er verðbólgan mældist 5,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK