Hráolíuverð og dollar lækka

Verð á hráolíu hefur lækkað um 4,5% það sem af er mánuðinum og dollarinn hefur einnig lækkað í verði eða um 4,4%. Þetta ætti að kalla á lækkun á bensínverði en það hefur ekki lækkað síðan í byrjun þessa mánaðar.

Breytingar á bensínverð ráðast að stærstum hluta af breytingum á heimsmarkaðsverði og gengi dollars. Hráolíuverð lækkaði um 16% í maí, en hins vegar hækkaði gengi dollars þá um 3,9%.

Nú hefur hins vegar farið saman lækkun á heimsmarksverði olíu og lækkun á gengi dollars.

Olíufélögin lækkuðu verð á bensíni 1. júní um 2 krónur og aftur um 2 krónur 4. júní.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK