Hagnaður Iceland eykst um 18,5%

Iceland Foods
Iceland Foods Af vef Iceland Foods

Hagnaður Iceland Foods verslunarkeðjunnar nam 184,3 milljónum punda, 36,3 milljörðum króna, á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars. Er þetta aukning um 18,5% á milli ára.

Er þetta mesti hagnaður í sögu keðjunnar. Salan jókst um 9,4% og nam 2,6 milljörðum punda. Landsbankinn seldi hlut sinn í keðjunni fyrr á árinu en þrotabú bankans átti 67% hlut í Iceland og þrotabú Glitnis 10%. Forstjóri og stofnandi Iceland, Malcolm Walker, og fleiri stjórnendur keyptu keðjuna á 1,55 milljarða punda í mars.

En þrátt fyrir aukinn hagnað hjá Iceland er sala í þeim verslunum sem einnig voru til staðar fyrir ári síðan svipuð. Walker segir í samtali við Retail Week að skýringin sé hörð samkeppni á matvörumarkaði. Hann segir viðskiptaumhverfið erfitt um þessar mundir og hann þakki fyrir að Iceland sé ekki skráð fyrirtæki og hann þurfi ekki að taka á spám sérfræðinga. Hann segist vonast til þess að Iceland verði aldrei almenningshlutafélag á ný.

Aðspurður um hversu lengi hann ætli sér að stýra Iceland svaraði Walker, sem er 66 ára: „Ég verð hér þar til ég dey.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK