Traust viðskiptalífsins minnkar

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

Þriðja mánuðinn í röð minnkaði traust neytenda og viðskiptalífs í evrulöndunum 17. Opinberar tölur frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sýna lækkun upp á 0,6 stig í júní og stendur vísitalan nú í 89,9 stigum, en langtíma meðaltal er 100 stig.

Ef horft er til allra 27 landa Evrópusambandsins stendur vísitalan í stað og er 90,4 stig.

Ef undirflokkar vísitölunnar eru skoðaðir má sjá að lækkunin á sér stað í þjónustu- og iðnaðargeiranum meðan heildsölu- og byggingargeirinn rísa örlítið. Mesta lækkunin á sér stað í Þýskalandi og Frakklandi meðan traustið virðist rísa hjá Ítölum og Spánverjum á sama tíma og fréttir berast af alvarlegri stöðu efnahagsmála í síðarnefndu ríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK