Markaðir leita niður á við

Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær verulegan niðurskurð hjá hinu opinbera …
Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær verulegan niðurskurð hjá hinu opinbera og skattahækkanir AFP

Evrópskir fjármálamarkaðir hafa leitað niður á við í dag og hefur evran ekki verið lægri gagnvart Bandaríkjadal í tvö ár. Er óróinn á mörkuðum meðal annars rakinn til skuldabréfaútboðs spænska ríkisins en ávöxtunarkrafan á tíu ára bréf er rúm 7%.

Ibex 35 hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 2,14% það sem er degi í kauphöllinni í Madríd.

Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan lækkað um 1,04%, DAX í Frankfurt hefur lækkað um 1,01% og CAC í París hefur lækkað um 0,49%. Á Ítalíu hefur FTSE Mib vísitalan lækkað um 1,53% og virðist sem fjárfestar hafi ekki séð ástæðu til þess að fagna vel heppnuðu skuldabréfaútboði ríkisins. 

Evran fór í dag niður í 1,2170 dali og hefur ekki verið lægri gagnvart Bandaríkjadal síðan 30. júní árið 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK