Rekstarhagnaður Eimskips nam 19 milljónum evra

Eimskip.
Eimskip. mbl.is

Heildarvelta Eimskips var 198,1 milljón evra fyrstu sex mánuði ársins 2012 samanborið við 186,5 milljónir evra á fyrri hluta ársins 2011. Að teknu tilliti til einskiptisliðar á árinu 2011 að fjárhæð 6,4 milljónir evra jókst veltan um 10,0% á milli ára.

Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 19,0 milljónum evra samanborið við 17,9 milljónir evra fyrir sama tímabilið árið áður að teknu tilliti til einskiptisliða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Á fyrri árshelmingi 2011 höfðu einskiptisliðir áhrif á bæði veltu og afkomu. Á því tímabili var krafa að fjárhæð 6,4 milljónir evra innheimt, en hún hafði áður verið að fullu færð niður í bókum félagsins. Auk þess hafði strand Goðafoss neikvæð einskiptisáhrif á afkomu sem nam 0,7 milljónum evra.

Á árinu 2012 rekur félagið tvö skip á Ameríkuleið samanborið við eitt skip á árinu 2011.

Viðbótarskipið eykur flutningsmagn sitt jafnt og þétt en hefur ekki náð fullri nýtingu sem hefur áhrif á samanburð á rekstrarafkomu á milli ára, að því er fram kemur í tilkynningu.

Hagnaður eftir skatta fyrir fyrstu sex mánuði ársins nam 8 milljónum evra, 1,2 milljörðum íslenskra króna.

Heildareignir félagsins í lok júní námu 299,8 milljónum evra, vaxtaberandi skuldir námu 61,9 milljónum evra og var eiginfjárhlutfallið 61,6%. Handbært fé nam 27,2 milljónum evra í lok júní 2012 og hafði lækkað um 16,3 milljónir evra frá árslokum 2011, einkum vegna fjárfestinga í skipum.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK