Telur ástandið eiga eftir að versna

Anders Borg
Anders Borg AFP

Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg, telur að kreppan á evru-svæðinu eigi eftir að versna enn frekar og útilokar ekki að Grikkir yfirgefi samstarfið innan árs.

Þetta kom fram í viðtali við Borg í sænska ríkisútvarpinu í dag. Hann segist vera sannfærður um að staðan eigi eftir að versna enn frekar í löndum eins og Spáni og Grikklandi. „Vandamál þeirra eru svo alvarleg að Evrópa á eftir að vera í mjög erfiðri stöðu á næstu sex til tólf mánuði,“ segir Borg.

Hann segir að það kæmi sér ekki á óvart ef Grikklandi yfirgæfi evru-svæðið í náinni framtíð. Borg ítrekar að grísk stjórnvöld njóti mikils stuðnings frá öðrum ríkjum í Erópu en þrátt fyrir það sé ekki útilokað að Grikkir yfirgefi evruna eftir sex, níu eða tólf mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK