Brýnt að málið sé upplýst sem fyrst

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður.
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er afskaplega mikilvægt að það verði afhjúpað ekki aðeins hvað þetta einstaka mál varðar heldur þessi mál í heild. Hverjir eru það sem eru að fá að taka peninga út úr landinu og af hverju? Hvaða reglur gilda í þeim efnum og er jafnræðis gætt? Hvaða ástæður eru fyrir því að þessir aðilar fá slíka meðhöndlun? Ég tel afskaplega brýnt að þetta verði upplýst sem allra fyrst.“

Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi flokksins í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, í samtali við mbl.is spurður um frétt Morgunblaðsins í dag að Seðlabanki Íslands hafi veitt þýska bankanum Deutsche Bank og öðrum erlendum aðila undanþágu frá gjaldeyrishöftunum til þess að flytja úr landi gjaldeyri fyrir um 18 milljarða króna í skiptum fyrir íslenskar krónur sem þeir áttu hér á landi.

Eins og mbl.is greindi frá í morgun hefur Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, óskað eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem hún á sæti þar sem farið verði yfir þetta mál og að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, verði boðaður á fundinn vegna þess. Guðlaugur Þór segist hafa stutt ósk Lilju um slíkan fund á fundi nefndarinnar í morgun.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í samtali við mbl.is að það yrði að sjálfsögðu orðið við ósk Lilju en hann vildi hins vegar ekki tjá sig efnislega um málið að öðru leyti fyrr en umbeðinn fundur hefði farið fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK