Fyrirtaka á máli gegn Laugum

World Class
World Class

Í dag var fyrirtaka á riftunarmáli þrotabúsins ÞS69, sem áður hét Þrek ehf. og rak World Class líkamsræktarstöðvarnar, gegn Laugum ehf., en skiptastjóri búsins hefur krafist þess að sölu á rekstrinum verði rift. Áður hefur komið fram í viðtali Morgunblaðsins við skiptastjórann að hann telji að stjórnendur Þreks hafi selt tengdum aðilum reksturinn á of lágu verði.

Við gjaldþrot Þreks ehf. var reksturinn seldur til Lauga ehf. sem greiddi 25 milljónir auk yfirtöku á skuldbindingum við korthafa sem metnar voru á 240 milljónir. Áður hefur skiptastjóri höfðað 3 mál gegn Laugum. Í einu málanna var samið, í öðru máli, sem tengdist fasteign á Seltjarnarnesi, tapaði þrotabúið en áfrýjaði til Hæstaréttar og í þriðja málinu gekk dómur að hluta, en var að hluta vísað frá og hefur því verið stefnt aftur.

Efnisorð: Laugar World Class
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK