Iberia segir upp 4.500 manns

SERGIO PEREZ

Eigendur spænska flugfélagsins Iberia hafa ákveðið að fækka starfsfólki um 4.500. Félagið ætlar að draga úr framboði á ferðum um 15% og einbeita sér eingöngu að flugleiðum sem skila hagnaði.

Starfsmenn Iberia eru um 20.000 og því er fyrirhugað að segja upp um 22% af öllu starfsfólki. Aðgerðirnar miða að því að stöðva taprekstur félagsins og tryggja að félagið skili hagnaði á næsta ári.

Iberia er að stærstum hluta í eigu IAG sem jafnframt er stærsti eigandi British Airways. Í vikunni birti IAG tölur um farþega í október. Samkvæmt þeim fjölgaði farþegum British Airways um 6,2% í mánuðinum en farþegum Iberia fækkaði um 3,7%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK