Neysla kindakjöts aldrei minni

Íslenskar kindur
Íslenskar kindur mbl.is/Árni Torfason

Neysla á kindakjöti hér á landi var að jafnaði 18,8 kíló á hvern íbúa árið 2011, en það er minnsta neysla frá því að Hagstofan hóf að safna slíkum gögnum árið 1983. Sama ár var neysla á kindakjöti 45,3 kíló á hvern íbúa. Árið 2007 varð neysla alifuglakjöts í fyrsta sinn meiri en neysla kindakjöts. Í fyrra var neysla á alifuglakjöti að meðaltali 24,2 kíló á hvern íbúa. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í Landshögum 2012, hagtöluárbók Hagstofunnar, sem kemur út í dag. Meðal annarra upplýsinga sem fram koma í ritinu er að 95% afplánunarfanga eru karlar og meðalævilengd íslenskra kvenna árið 2011 var 83,6 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK