Spá 6% veikingu krónunnar

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/Hjörtur

Flest bendir til þess að hagvöxtur verði minna í ár en gert hafði verið ráð fyrir og verði ekki nema 2,2% í ár. Á næsta ári mun hagvöxtur svo verða 2,4% og enda í 3,2% árið 2015. Þetta kemur fram Þjóðarhag, hagspá Landsbankans fyrir árin 2012 til 2015, sem birt var í morgun.

Á spátímabilinu er gert ráð fyrir að það hægi á vexti einkaneyslu sem hlutfalls af hagvexti, en að fjárfestingar muni aukast. Í ár er reyndar gert ráð fyrir að opinberar fjárfestingar verði í sögulegu lágmarki, eða um 2% af landsframleiðslu, en langtíma meðaltal hennar hefur verið um 3,9%. Spáð er 18% aukningu í fjárfestingu á íbúðarhúsnæði á þessu ári, en það er að mestu tilkomið vegna viðhaldsverkefnisins Allir vinna, sem líkur nú um áramótin.

Áfram er gert ráð fyrir aukningu í útflutningi, en það hægist nokkuð á honum á næsta ári og er það aðallega vegna lítillar aukningar í útflutningi á sjávarafurðum og áli. Samkvæmt hagspánni hefur atvinnuleysi hefur betur við sér en bankinn hafði áður gert ráð fyrir, en langtímaatvinnuleysi er enn stórt vandamál.

Þegar horft er út spátímabilið gerir bankinn ráð fyrir því að atvinnuleysi fari stiglækkandi og verði komið undir 3% árið 2015. Tekið er fram að þarna er atvinnuleysi mælt eins og hagstofan gerir og því eru þeir sem ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum taldir með atvinnulausum séu þeir án vinnu.

Til ársins 2015 mun verðbólga haldast um og yfir 4% til ársins 2015, en það er rúmlega 1 til 1,5 prósentustigum hærra en Seðlabankinn spáir fyrir um. Þessi munur skýrist af því að bankinn gerir ráð fyrir veikari krónu út spátímabilið. Meðal annars að meðalgengi evrunnar árið 2015 verði 171 króna á hverja evru, en það er um 6% hærra en meðalgengi ársins 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK