Varar við langvarandi samdrætti

Höfuðstöðvar hollenska seðlabankans.
Höfuðstöðvar hollenska seðlabankans. Wikipedia/Mtcv

Hollenski seðlabankinn segir í nýrri skýrslu um efnahag Hollands að landið standi frammi fyrir langvarandi efnahagslegum samdrætti og varaði bankinn ennfremur við því að Hollandi myndi að öllum líkindum ekki takast að halda fjárlagahalla innan þeirra marka sem Evrópusambandið gerði kröfu um.

Fram kemur á fréttavef Wall Street Journal að viðvörun seðlabankans varpi ljósi á það hvernig efnahagserfiðleikarnir í evrusvæðinu séu farnir að smitast út til þeirra evruríkja sem hafa til þessa staðið sterkast að vígi og verið kjölfestan á svæðinu.

Þá segir að varnaðarorðin komi í kjölfar þess að þýski seðlabankinn varaði við því síðastliðinn föstudag að það stefndi í samdrátt í efnahagslífi Þýskalands vegna veikrar stöðu evrusvæðisins og alþjóðaviðskipta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK