Skattafælni kostar 70 milljarða dala

Hægt væri að bjarga 85 þúsund lífum ef fyrirtæki greiddu …
Hægt væri að bjarga 85 þúsund lífum ef fyrirtæki greiddu þá skatta sem þeim bæri. AFP

Talið er að svokölluð skattafælni fyrirtækja kosti þróunarríkin 70 milljarða Bandaríkjadala árlega, samkvæmt mati samstarfshóps rúmlega eitt hundrað frjálsra félagasamtaka í Bretlandi, sem vilja uppræta undanskotin og útrýma þannig hungri í heiminum.

Hægt væri að bjarga lífi 85 þúsund barna

Að mati samstarfshópsins, sem hefur lagt upp í herferð til að kynna aðgerðirnar, væri unnt að bjarga lífi 85 þúsunda barna yngri en fimm ára í fátækustu ríkjum heims ef skattar væru að fullu greiddir, samkvæmt því sem fram kemur í vefriti um þróunarmál.

Herferðinni - Enough Food for Everyone IF - er hleypt af stokkunum í Bretlandi daginn eftir að David Cameron forsætisráðherra Breta lýsir yfir því í ræðu að skattafælni yrði eitt af forgangsmálum Breta nú þegar þeir tækju við forystuhlutverki í G8-ríkjahópnum.

Breski leikarinn Bill Nighy er áberandi í herferðinni í Bretlandi og hann sagði í viðtali við The Independent síðastliðinn sunnudag að fjárhæðin, sem þróunarríkin sjái á eftir inn í skattaskjól, sé þrisvar sinnum hærri en þróunarfé frá veitendum þróunaraðstoðar.

Hungur er eitt alvarlegasta vandamálið sem heimurinn glímir við í …
Hungur er eitt alvarlegasta vandamálið sem heimurinn glímir við í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Ásgrímur Hartmannsson: Ha?
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK