Þarf að tvöfalda starfsmannafjöldann

Evrópski seðlabankinn mun þurfa að tvöfalda starfsmannafjölda sinn og ráða um 2 þúsund nýja starfsmenn til þess að geta sinnt því hlutverki sem bankanum er ætlað samkvæmt fyrirætlunum um að setja á laggirnar bankabandalag innan Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í trúnaðarskýrslu sem unnin var fyrir bankann og breska viðskiptablaðið Financial Times hefur undir höndum.

Fram kemur á fréttavef blaðsins að markmið forystumanna Evrópusambandsins með slíku bankabandalagi sé að lagfæra hluta af þeim göllum á evrusvæðinu sem hafi stuðlað að þeim efnahagserfiðleikum sem svæðið hefur glímt við undanfarin ár.

Þá segir að skýrslan veiti innsýn í þau gríðarlega umfangsmiklu verkefni sem Evrópski seðlabankinn þarf að sinna við eftirlit með evrópskum bönkum en gert er ráð fyrir að hann taki við því hlutverki á árinu 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK