Mikil fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu

Alls var 128 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 22. febrúar til og með 28. febrúar og hafa þeir ekki verið fleiri síðan í nóvember. Þar af voru 99 samningar um eignir í fjölbýli, 21 samningur um sérbýli og 8 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 4.013 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,3 milljónir króna.

Á Suðurnesjum var sex kaupsamningum þinglýst í síðustu viku. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli, 4 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 131 milljón króna og meðalupphæð á samning 21,8 milljónir króna.

Á sama tíma var 11 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli, 6 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 275 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25 milljónir króna, samkvæmt frétt á vef Þjóðskrár Íslands.

Fimm kaupsamningum var þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli, 2 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 147 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,4 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK