Riftunarmál fellt niður gegn Laugum

Öll mál gegn Laugum ehf. hafa verið felld niður. World …
Öll mál gegn Laugum ehf. hafa verið felld niður. World Class var stofnað af hjónunum Birni Leifssyni og Hafdísi Jónsdóttur Þorvaldur Örn Kristmundsson

Riftunarmál sem þrotabú Þreks ehf (ÞS69 ehf.), fyrrverandi eiganda líkamsræktarstöðvarinnar World Class, höfðaði gegn Laugum ehf, núverandi eiganda, hefur verið fellt niður með samkomulagi milli málsaðila. Þetta staðfestir Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur Lauga. Rifturnarmálið kom upp í kjölfar sölu á rekstri líkamsræktarstöðvarinnar  fyrir 25 milljónir sama dag og Þrek fór í þrot. 

Mikið hefur verið deilt um þessa sölu og uppgjör félagsins, en Björn Leifsson var eigandi þeirra beggja. Í samtali við mbl.is sagði Sigurður að með þessu hafi öll mál á hendur Laugum og Birni verið felld niður. 

„Í þessu máli eins og svo mörgum öðrum hefur Björn hefur verið úthrópaður öllum illum nöfnum, það eina sem við vorum að gera frá haustinu 2009 var að verja þær eignir sem hann átti hér á Íslandi eftir misheppnaða útrás til Danmerkur“ segir Sigurður, en hann segir að aldrei hafi komið til neins kennitöluflakks. 

Sigurður er harðorður í garð lögfræðistéttarinnar sem hann segir að stundi atvinnubótavinnu í mörgum uppgjörsmálum hér á landi. „Á endanum tókst okkur að ná sátt við þá sem sóttu að honum. Þannig að allir una örugglega glaðir við sitt og vonandi væri það svo í mörgum öðrum málum sem verið er að höfða hér af hreinum óþarfa á Íslandi og í hreinni atvinnubótavinnu fyrir lögmenn.“ Sagði hann gott fyrir lögmenn að setjast niður og skoða heildarmyndina áður en þeir „umturnast í lögsóknum“ eftir að hafa fengið þrotabú í hendurnar, jafnvel þótt upphæðirnar séu ekki mjög háar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK