Uppgjör hjá Heklu: Friðbert selur sinn hlut

Friðbert Friðbertsson mun selja hlut sinn í Heklu og hætta …
Friðbert Friðbertsson mun selja hlut sinn í Heklu og hætta hjá félaginu. Morgunblaðið/Sigurgeir S

Friðbert Friðbertsson, helmingseigandi Heklu hf. mun selja hlut sinn í félaginu til nýrra meðeigenda, en fyrir á Franz Jezorski helming í fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum mbl.is sendi Franz starfsmönnum Heklu tölvupóst í dag þar sem þetta var tilkynnt, en eigendurnir höfðu deilt um kaup á félaginu um nokkra hríð.

Var uppi samkomulag að ef Friðbert næði ekki að klára fjármögnun á kaupum á hlut Franz myndi hann ganga úr félaginu sem nú er orðin raunin. Samkvæmt tölvupóstinum verða nýir eigendur kynntir fljótlega, en kaupin eru að fullu fjármögnuð. 

Í lok árs 2010 var greint frá sölu Kaupþings á Heklu, en Franz og Friðbert tóku við félaginu í febrúar árið 2011. Þeir hafa áður átt viðskipti í Þýskalandi og unnu meðal annars að opnun Bauhaus á Íslandi og í Noregi. Franz hefur áður meðal annars unnið við fasteignasölu og lögmannsstörf. Friðbert starfaði hér áður meðal annars fyrir Húsasmiðjuna og Coca Cola.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK