10 milljarða fjárfesting á árinu

Gert er ráð fyrir 800 milljóna framlagi til Húss íslenskra …
Gert er ráð fyrir 800 milljóna framlagi til Húss íslenskra fræða í fjárfestingaáætluninni.

Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir liðlega 10,3 milljörðum króna til fjárfestinga samkvæmt sérstakri fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar 2013 til 2015. Áætlunin tekur til framkvæmda sem ráðgert er að fjármagna með veiðileyfagjöldum og arðgreiðslum af eignahluta ríkisins í viðskiptabönkunum eða sölu á þeim eignahlutum. Þetta segir í tilkynningu frá ríkisstjórninni, en meðal fjárfestinga er 1 milljarður í uppbyggingu fangelsis, 800 milljónir í Hús íslenskra fræða og 500 milljónir í Náttúruminjasafn og rúmur milljarður í græna hagkerfið.

Markmið fjárfestingaáætlunar er að styðja við hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi. Hún er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og er ætlað að auka fjölbreytni atvinnulífsins og styðja við efnahagsbata og hagvöxt. 

Áætlað veiðigjald og leiga á aflaheimildum skilar 4,2 milljörðum króna til fjárfestingaráætlunarinnar á þessu ári. Þar af renna 2,5 milljarðar króna til samgönguframkvæmda, meðal annars Norðfjarðarganga. Þá verður framlag til rannsókna- og tækniþróunarsjóða aukið um 1,3 milljarða króna á árinu.

Nærri 6,2 milljarðar króna af arði ríkisins af eignarhlutum þess í viðskiptabönkunum og hugsanlegrar sölu á þeim eignarhlutum verður varið til nýframkvæmda  eða viðhalds fasteigna, örvunar græna hagkerfisins, skapandi greina og uppbyggingar ferðaþjónustunnar.

Áætluð skipting er sem hér segir:

  • Fangelsi 1000 milljónir
  • Hús íslenskra fræða 800 milljónir
  • Herjólfur/Landeyjarhöfn 640 milljónir
  • Náttúruminjasafn 500 milljónir
  • Krikjubæjarstofa 290 milljónir
  • Húsverndarsjóður 200 milljónir
  • Grænn fjárfestingasjóður 500 milljónir
  • Grænkun fyrirtækja 280 milljónir
  • Græn skref og vistvæn innkaup 150 milljónir
  • Grænar fjárfestingar 50 milljónir
  • Orkuskipti í skipun 50 milljónir 
  • Kvikmyndasjóður 470 milljónir 
  • Verkefnasjóður skapandi greina 250 milljónir 
  • Netríkið Ísland 200 milljónir 
  • Uppbygging ferðamannastaða 500 milljónir 
  • Innviðir friðlýstra svæða 250 milljónir 
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK