ÍAV með 30 milljarða verkefni í Noregi

Fyrirhuguð göng sem ÍAV átti lægst boðið í. Solbakkentunnelen eru …
Fyrirhuguð göng sem ÍAV átti lægst boðið í. Solbakkentunnelen eru nálægt Stavangri í Noregi.

Verktakafyrirtækið ÍAV átti lægsta boð í ný jarðgöng í Noregi ásamt svissneska móðurfélaginu Marti. Í samtali við mbl.is sagði Karl Þráinsson, forstjóri félagsins, að þetta sé um 30 milljarða krónu verkefni nálægt Stavanger og að þetta væri svipað og með önnur jarðgangnaverkefni sem ÍAV hefur komið nálægt með Marti þar sem fyrirtækin kæmu að öllum framkvæmdum og borun. 

„Verkefnið sem við erum lægstir í eru tvö samhliða göng sem bæði eru 7,5 km löng,“ segir Karl, en göngin, sem kallast Solbakkentunnelen eru bæði undir sjó.

Ekki er komin tímasetning á hvenær framkvæmdir muni hefjast við göngin, en í dag vinna tæplega 40 manns hjá ÍAV í Noregi. Karl segir að fyrirtækið muni þurfa að bæta við sig eitthvað af starfsfólki vegna verkefnisins en fjöldinn liggur þó ekki enn fyrir.

ÍAV og Marti voru einnig lægstbjóðendur í Vaðlaheiðagöng, en Karl segir að byrjað verði á undirbúningi fyrir þau nú strax eftir páska en að gangnagerðin hefjist vonandi fljótlega í júní.

Efnisorð: ÍAV
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK