16 hæða hótel á Höfðatorgi

Við Höfðatorg.
Við Höfðatorg. mbl.is/reuters

Byggingarfulltrúi hefur samþykkt umsókn Höfðatorgs ehf. um byggingu 16 hæða hótels á Höfðatorgsreitnum í Borgartúni. Gert er ráð fyrir því að á hótelinu verði 342 herbergi.

Að sögn framkvæmdastjóra Höfðatorgs ehf. er fjármögnun ekki tryggð en unnið er að henni. Samhliða byggingu hótelsins verður bílakjallari undir Höfðatorgi stækkaður.

Í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að hótelið á að verða 17 þúsund fermetrar að flatarmáli. Byggingarfulltrúi segir að gert sé ráð fyrir þjónustu á fyrstu og efstu hæð hótelsins og að um sé að ræða hefðbundið þriggja til fjögurra stjörnu ferðamannahótel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK