Vilja minni aðgreiningu svæða í borginni

Slippurinn í Reykjavík
Slippurinn í Reykjavík mbl.is/Ómar Óskarsson

Á hafnarsvæðinu í Reykjavík hefur mikil breyting átt sér stað síðustu árin og meðal annars hefur risið upp blómlegt atvinnu- og þjónustusvæði við gömlu höfnina. Þar sem allskonar ferðaþjónustufyrirtæki, veitingastaðir og hótel hafa hafið starfsemi. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur og formaður Faxaflóahafna segir að það sé komið að því að endurnýta svæðið sem íbúðabyggð, án þess að þvinga núverandi starfsemi í burtu. 

Aðgreining gamaldags

Í dag mun Hjálmar halda fyrirlestur endurhönnun hafnarsvæðisins með hliðsjón af sjálfbæru mynstri. Í samtali við mbl.is segir hann að nauðsynlegt sé að hverfa frá þeirri hugmyndafræði að aðgreina íbúa-, þjónustu- og atvinnusvæði. 

„Við stefnum að því að minnka þessa aðgreiningu og menn allstaðar eru að taka þá stefnu, en þessi aðgreining hefur margvísileg vandamál í för með sér. Meðal annars þarf fólk að keyra langar leiðir milli íbúða- og atvinnusvæða. Það er betra að hafa þetta eins og í hinum klassísku borgum og hafa þetta meira blandað,“ segir Hjálmar.

Íbúðabyggð á gömlum atvinnureitum

Meðal annars segir hann að eitt af þessum skrefum sé að byggja hafnarsvæðið betur upp og þróa þar meiri íbúðabyggð. Sem dæmi sé nokkuð um íbúðabyggð á fyrsta áfanga um uppbyggingu á Mýrarsvæðinu. Þar í kring sé svo atvinnustarfsemi, eins og hótelrekstur, slippurinn, veitingastaðir og ekki langt undan sé Grandasvæðið og útgerðasvæði Brims.

Segir Hjálmar að þetta sé vistvænt skref í þróun byggðarinnar þar sem klassísk rök ráða ferð, svo sem að fólk vilji búa miðlægt og að stytta vegalengdir í borginni sem bæði spari tíma og mengi minna. „Það kemur í veg fyrir að íbúar í slíkum hverfum verða að eiga tvo bíla,“ segir hann, en gert er ráð fyrir að meðaltali einum bíl á svæðinu að sögn Hjálmars.

Slippurinn í óbreyttri mynd

Annar áfangi uppbyggingar á svæðinu er uppbyggingu á slippsvæðinu, en Hjálmar segir að vilji borgaryfirvalda sé að halda slippnum í óbreyttri mynd, enda hafi fyrirkomulagið gefist vel. Hann segir þó að á næstu fimm til tíu árum þurfi Faxaflóahafnir að gera upp við sig hvort farið verði í dýrar fjárfestingar á dráttarbrautum og spilhúsum fyrir slippinn, en rekstraraðilar slippsins hafa einnig horft í kringum sig upp á staðsetningu þar sem hægt væri að taka á móti stærri skipum.

Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur og formaður Faxaflóahafna.
Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur og formaður Faxaflóahafna. Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK