Skoða alþjóðlega skráningu Landsbankans

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/Hjörtur

Bankasýsla ríkisins segir að sala á eignarhlutum ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka sé möguleg á þessu ári ef samþykki komi fyrir því í fjáraukalögum. Þá ætlar Bankasýslan að leggja til við ráðherra að slík heimild verði til staðar í fjárlögum 2014. Þá vill hún horfa til þess að skrá Landsbankann á alþjóðlegan markað, en eignarhlutur ríkisins í bankanum er metinn á um 224 milljarða. Þetta kemur fram í skýrsla um starfsemi Bankasýslunnar. 

Segir í skýrslunni að samkvæmt fyrirliggjandi söluheimild upp á 27,9% af bókfærðu viðri. þá næmi andvirði sölunnar 62,6 milljörðum. Til samanburðar má geta, að söluandvirði þeirra fimm nýskráninga sem átt hafa sér stað frá 2011 var samtals 41,2 milljarðar.

„Verður að meta kosti og galla einhliða og tvíhliða skráningar með fyrrgreindar fjárhagsstærðir að leiðarljósi, þannig að ríkið, sem seljandi, fái viðunandi verð, og að verðmyndun á eftirmarkaði verði ásættanleg fyrir alla aðila. Telur Bankasýslan því afar mikilvægt að kanna tvíhliða skráningu á hlutabréfum Landsbankans, þ.e. skráningu bæði á erlenda og innlenda markaði. Styður t.d. batnandi hlutabréfaverð viðskiptabanka á evrópskum og bandarískum mörkuðum við slíka viðleitni,“ segir í skýrslunni.

Mikill munur á bókfærðu virði og söluandvirði

Mikill munur er á bókfærðu verði og söluandvirði eignarhlutanna. Bókfært virði viðskiptabankanna þriggja í bókum ríkisins nemur um 138 milljörðum, en söluverðmæti samkvæmt Bankasýslunni er tæplega tvöföld sú upphæð.

„Ef litið er til bókfærðs virðis hlutafjár viðskiptabankanna þriggja í árslok 2012, þá nam hlutur ríkisins í þeim samtals 244,2 milljörðum eftir útgáfu skilyrts skuldabréfs Landsbankans í skiptum fyrir eignarhlut LBI í bankanum til ríkisins, en bókfært virði eignarhlutanna var 138,2 milljarðar í árslok 2011 í ríkisreikningi. Bókfært virði eignarhlutanna í ríkisreikningi jafngildir fjárframlagi ríkisins, þegar það var lagt fram árið
2009. Ef ná ætti 24,0 milljarða söluhagnaði á öllum þessum eignarhlutum, þyrfti söluandvirði eignarhluta ríkisins að nema 162,2 milljörðum., eða 66,4% af bókfærðu virði í árslok 2012,“ segir í skýrslunni.

Bankasýsla ríkisins.
Bankasýsla ríkisins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK