Útfærslur á náttúrupassa fyrir áramót

Samtök ferðaþjónustu eru opin fyrir því að taka upp einhverskonar náttúrupassa og hafa þegar verið í samskiptum við nýskipaðan iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna málsins. Búast má við því að nánari útfærsla á slíkum hugmyndum verði kynnt áður en árið er á enda. Þetta segir Árni Gunnarsson, formaður samtaka ferðaþjónustunnar og forstjóri Flugfélag Íslands, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má.

„Við höfum horft til þess á undanförnum árum að hlutdeild hins opinbera í tekjum sem koma af erlendum ferðamönnum að hún fari af einhverju leiti í uppbygginguna til baka,“ segir Árni, en hann bendir á að ríkið fái miklar tekjur í neysluskatta af ferðamönnum og að slíkt geti farið í uppbyggingu ferðamannastaða.

Hann segir að ferðaþjónustan sé opin fyrir því að ferðamenn borgi beint fyrir nýtingu á ferðaþjónustu, hvort sem það er salernisgjald, bílastæðagjald eða innheimtu á náttúrupassa.

Aðspurður um náttúrupassann, sem væri rukkaður af öllum ferðamönnum sem hingað kæmu til lands, segir hann að rætt hafi verið við nýjan iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, um útfærslu á þessum málum og að frétta sé að vænta af því seinna á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK