Nítján nýir 3G sendar

Nítján 3G sendar af hraðvirkustu gerð hafa verið settir upp hjá Símanum. Þeir ná 42 Mb/s og eru tvöfalt hraðvirkari en hröðustu forverarnir hjá Símanum og teygir sig í hraða 4G senda, segir í tilkynningu frá Símanum.

Síminn eflir 3G kerfið samhliða því að hefja uppbyggingu á 4G síðla hausts – sem þá eykur enn hraða gagnaflutnings um netið í gegnum farsímakerfið. „Það kemur líklega mörgum á óvart að nú er mesti vöxturinn í 3G farsímatækni í heiminum og útlit fyrir að hraðinn á 3G eigi enn eftir að tvöfaldast,“ er haft eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans.

 „Þetta er ástæða þess að við hjá Símanum byggjum enn upp 3G kerfið okkar auk þess að hefja 4G uppsetningu. En önnur mikilvæg ástæða er að við vitum sem er að ef slökkt yrði á gagnaflutningi í gegnum 3G kerfið og skipta algjörlega yfir á 4G senda á einni nóttu þyrftu 98 af hverjum 100 viðskiptavinum að fá sér nýtt 4G símtæki/tölvu eða tengja hnetur, punga eða annað við núverandi búnað sinn,“ segir hún. „Og vart væri það framþróun og því ekki inni í myndinni.“

Sendarnir nítján eru á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Keflavík, Egilsstöðum, Grímsnesi, Biskupstungum, Laugarvatni og Selfossi.

Hún segir að á endanum muni viðskiptavinir fjarskiptafyrirtækja ekki gera greinamun á 3G og 4G. „3G eða 4G verður í raun aðeins merki á símtækinu. Með stefnu Símans trúum við að við getum boðið flottustu upplifunina.“


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK