Verzló verður þriggja ára skóli

Í Vezló.
Í Vezló. mbl.is/Frikki

Á fundi skólanefndar Verzlunarskóla Íslands nú í vor var samþykkt að hefja vinnu við endurskipulagningu skólans með það að markmiði að stytta skólann um eitt ár.

„Þessi vinna fer á fullt í ágúst og er miðað við að Verzlunarskólinn verði tilbúinn að innrita fyrstu nemendurna í þriggja ára nám vorið 2015,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands

„Þetta hefur mikið verið rætt bæði af Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði, þar er kallað eftir að árum til stúdentsprófs sé fækkað. Auðvitað eru skiptar skoðanir á þessu, en við höfum mikið rætt þetta í skólanefndinni, þar er fólk sem hefur mikil tengsl við atvinnulífið. Niðurstaðan var sú að unnið verður að því að Verzlunarskólinn verði þriggja ára skóli,“ segir Ingi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK