Neita að bera kostnað vegna ÍLS

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður mbl.is/Golli

Lífeyrissjóðirnir munu hafna því að bera nokkurn kostnað af breytingum á skilmálum útistandandi skuldabréfa Íbúðalánasjóðs, verði eftir því leitað. Eina leiðin til þess að fá sjóðina til þess að bera nokkurn kostnað af Íbúðalánasjóði er með því að afnema eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar.

Haft er eftir Þóreyju að sjóðirnir muni ekki taka þátt í slíkum aðgerðum nema þeim verði bætt tjónið að fullu leiti. 

Ríkisstjórnin hefur verið að leita leiða til að vinna á því vandamáli sem HFF skuldabréfaflokkarnir, sem Íbúðalánasjóður hefur gefið út, valda sjóðnum, en Bjarni Benediktsson hefur meðal annars talað um að kröfuhafar þurfi að sýna sveigjanleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK