Aðgerðir komu í veg hrun

The New York Stock Exchange í fjármálahverfi New York borgar …
The New York Stock Exchange í fjármálahverfi New York borgar á Wall Street AFP

Viðbrögð bandaríska ríkisins við efnahagskreppunni fyrir fimm árum komu í veg fyrir hrun sem hefði haft skelfilegar afleiðingar á fjármálakerfið, samkvæmt nýrri skýrslu sem bandaríska fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér.

Í skýrslunni, sem gefin er út á sama tíma og fimm ár eru frá hruni fjárfestingarbankans Lehman Brothers, sem hafði víðtæk áhrif á allt fjármálakerfi heimsins og kreppan sem fylgdi er sú versta frá kreppunni miklu árið 1929, eru aðgerðir bandarískra yfirvalda varðar. Að setja hundruð milljarða Bandaríkjadala af skattfé almennings í að bjarga bönkum, öðrum fjármálafyrirtækjum og bílaframleiðendum.

Þar kemur fram að án öflugra aðgerða ríkissjóðs hefði skaðinn orðið enn meiri og kostnaður við enduruppbyggingu enn meiri. Ekki hafi verið hægt að komast hjá mikilli skuldasöfnun ríkissjóðs í kjölfarið. „Við komum í veg fyrir hrun fjármálakerfisins,“ er haft eftir einum í skýrslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK