Reisa 80 herbergja hótel við Mývatn

Teikning af nýja hótelinu í Mývatnssveit.
Teikning af nýja hótelinu í Mývatnssveit.

Nýtt 80 herbergja hótel verður opnað næsta sumar í landi Arnarvatns í suðurhluta Mývatnssveitar. Byggingarframkvæmdir eru hafnar við hótelið sem verður þriggja stjörnu og hefur þegar fengið heitið Hótel Laxá. Byggingin er um 3.000 fermetrar.

Vilhjálmur Sigurðsson og Hjálmar Pétursson ásamt meðfjárfesti standa að hótelframkvæmdunum. Þeir hafa yfir tuttugu ára reynslu úr ferðaþjónustu, en báðir hafa þeir rekið bílaleigu, hótel og ferðaskrifstofu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Margrét Hólm Valsdóttir hefur verið ráðinn  hótelstjóri. Hún er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á ferðamál frá Háskólanum á Akureyri, iðnrekstrarfræðingur frá sama skóla og með  diploma í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum.

Margrét hefur áralanga reynslu af rekstri og ferðaþjónustu, en hún var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga á árunum 1999-2005,  fjármálastjóri Framhaldsskólans á Laugum 2006 - 2007 og hótel- og markaðsstjóri Sel-Hótel Mývatns 2007 – 2008.  Frá árinu 2009 hefur Margrét starfað hjá Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit, fyrst sem skrifstofustjóri og síðan sem sölu- og markaðsstjóri.

„Þetta er einstakt tækifæri fyrir mig og fyrir ferðaþjónustuna á þessu svæði sem þarf á innspýtingu sem þessari að halda,“ er haft eftir Margréti í fréttatilkynningu. Lokaverkefni hennar hjá Háskólanum á Akureyri fjallaði einmitt um þolmörk ferðamannastaða, með áherslu á Mývatnssveit sem er einn fjölsóttasti áfangastaður landsins. Þar hefur yfir háannatímann verið mikill skortur á gistiaðstöðu, en hótelrými eykst um 60% með tilkomu Hótel Laxár næsta sumar.

„Markmiðið er að skapa einstaka upplifun fyrir ferðamenn, hvort sem þeir eru innlendir eða  erlendir. Við ætlum okkur að veita alhliða þjónustu, þar sem umhverfið fær að njóta sín. Þannig munu gestir geta notið útsýnis yfir sveitina  um leið og þeir njóta máltíðar á veitingastað hótelsins eða slaka á í notalegri setustofu. Hugmyndin er að þetta verði „grænt“ hótel þar sem rekstur og framkvæmdir verða í sem mestri sátt við náttúruna. Við teljum að umhverfisstefna fyrirtækja skipti ferðamenn sífellt meira máli og ætlum að leggja mikla áhersla á umhverfismál með það fyrir augum að Hótel Laxá hljóti viðurkenningu sem umhverfisvænt hótel,“ segir Margrét.

Hótelbyggingin hefur verið fjögur ár í undirbúningi en það er Teiknistofa Pro-ark ásamt Yddu arkitektastofu sem hafa séð um hönnun. Verktakar eru meðal annars Loftorka og MoelvenBygg sem er heimsþekkt norsk einingaverksmiðja, auk margra annarra smærri. Hótel Laxá verður opnað í byrjun sumars árið 2014. Eru bókanir þegar hafnar og lofa góðu að sögn Margrétar.

Svona kemur nýja hótelið í Mývatnssveit til með að líta …
Svona kemur nýja hótelið í Mývatnssveit til með að líta út.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK