Reiðubúið að segja skilið við björgunaraðstoðina

Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands.
Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands. AFP

Stefnt er að því að Írland nái þeim áfanga í desember næstkomandi að verða fyrsta evruríkið til þess að þurfa ekki lengur á björgunaraðstoð að halda frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta sagði Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, á ráðstefnu á vegum stjórnmálaflokks hans Fine Gael í gær.

Fram kemur í frétt AFP að Kenny hafi sagt að enn væri þó talsvert í að Írland næði sér algerlega á strik aftur. Viðkvæmir tímar væru framundan og fjárlögin, sem kynnt verða næstkomandi þriðjudag, verði erfið. En Írlandi væri engu að síður reiðubúið að segja skilið við björgunaraðstoðina. Stefnt væri að því 15. desember næstkomandi.

Kenny sagði að fjárlögin gerðu ráð fyrir frekari niðurskurði og skattahækkunum upp á 2,5 milljarða evra og að fjárlagahallinn yrði 4,8% á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK