Kaupa 18% hlut í N1

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1.
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1.

Hópur fjárfesta hefur nýtt kauprétt að 18% hlutafjár í N1 hf. Kaupverð hlutanna er 2.547 milljónir króna eða sem nemur 14,15 krónur á hluta. Útgefið hlutafé N1 hf. er einn milljarður króna að nafnverði. Samsvarar kaupgengið því að virði alls hlutafjár sé 14,5 milljarðar króna.

Kaupendahópurinn samanstendur meðal annars af lífeyrissjóðum, verðbréfasjóðum og einstaklingum sem að uppistöðu til eru fyrrum eigendur skuldabréfaflokksins ESSO 05 11 og samþykktu árið 2011 að skipta skuldabréfaeign sinni út fyrir hlutabréf í N1 hf. ásamt kauprétti að samtals 18% hlut í félaginu. Greiðsla kaupverðs og afhending hluta fer fram í lok október.

Seljendur eru Framtakssjóður Íslands og Íslandsbanki. Þessir aðilar eru enn tveir stærstu hluthafar félagsins, en áforma að minnka hlut sinn frekar í almennu útboði í aðdraganda fyrirhugaðrar skráningar á hlutabréfum N1 í kauphöll.

„Þessi kaup á 18% hlut í N1 staðfesta traust fjárfesta á félaginu og eru góður grunnur að fyrirhugaðri skráningu í kauphöll, sem stjórnendur félagsins hafa unnið að á árinu. Sá undirbúningur hefur verið samtvinnaður stefnumótun félagsins, sem miðar að einfaldari og markvissari rekstri,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK