Mesti hagvöxtur í þrjú ár

George Osborne fjármálaráðherra segir að tölurnar sýni að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar …
George Osborne fjármálaráðherra segir að tölurnar sýni að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar sé að skila árangri. BEN STANSALL

Hagvöxtur í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi mældist 0,8% sem er mest hagvöxtur þar í landi í þrjú ár. Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja tölurnar sýna að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar sé að skila árangri.

Hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi var 0,7%. Þessar nýju tölur benda til að hægur en stöðugur vöxtur sé í efnahagslífi Bretlands. Hagvöxtinn má ekki síst þakka 2,5% aukningu í fjárfestingu.

George Osborne fjármálaráðherra segir að þessar tölur sýni að sú mikla vinna sem hafi verið í gangi sé að skila árangri og að landið sé leið til hagsældar.

Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra, tekur undir þetta og segir greinilegt að staða efnahagsmála sé að batna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK