Mengun úr virkjun verður að fóðri

Með því að nýta gas sem kemur úr jarðvarmavirkjunum er hægt að rækta örverur sem nærast á útskilnaði frá virkjunum. Örverurnar taka svo brennisteinsvetni sem er í gufunni og umbreyta því yfir í brennistein í föstu formi sem svo er seldur sem áburður. Þá eru örverurnar seldar sem lífmassi sem hægt er að nota í fóður, til dæmis fiskafóður. Þetta segir dr. Jakob K. Kristjánsson hjá líftæknifyrirtækinu Prokatín, en það hefur undanfarin ár unnið að þessari lausn.

Jakob segir að um mikið magn sé að ræða, ef aðferðin sé nýtt að fullu og til dæmis mætti gera um tvö þúsund tonn af fóðurmjöli frá Hellisheiðarvirkjun og brennisteinninn myndi skipta þúsundum tonna. Hann segir þessa aðferð geta nýst sem mengunarvörn meðfram því að búa til söluvænlega vöru.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK