Flestir komnir með vinnu eftir uppsögn

Um 15 manns misstu vinnuna þegar fiskvinnslan Pétursey hætti starfsemi …
Um 15 manns misstu vinnuna þegar fiskvinnslan Pétursey hætti starfsemi í síðasta mánuði. Flestir eru komnir með vinnu aftur. Árni Sæberg

Fiskvinnslan Pétursey ehf. í Vestmannaeyjum hætti starfsemi í síðasta mánuði, en hjá vinnslunni störfuðu tæplega fimmtán manns. Þar af var fjöldi verkafólks tíu manns. Var uppsögnin ein af þremur sem komu upp í síðasta mánuði hér á landi. Flest starfsfólkið er þegar komið með vinnu aftur, eða vilyrði fyrir vinnu.

Arnar Hjaltalín, hjá stéttarfélaginu Drífanda í Vestmannaeyjum, segir í samtali við mbl.is að alls hafi tíu manns í vinnslu misst vinnuna, en auk þeirra einhverjir verkstjórar og stjórnendur. Samtals hafi því um fimmtán misst vinnuna. Hann segir að af verkafólkinu hafi nú þegar níu fengið aðra vinnu og einn sé með vilyrði fyrir nýju starfi í næsta mánuði. „Staðan er góð hér í Eyjum þessa stundina,“ segir Arnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK