Fimmtán vilja eignast Ístak

Fimmtán aðilar sækjast eftir að eignast Ístak.
Fimmtán aðilar sækjast eftir að eignast Ístak. Árni Sæberg

Fimmtán óskuldbindandi tilboðum í verktakafyrirtækið Ístak var skilað inn til Landsbankans, þar af níu erlendum. Bankinn eignaðist fyrirtækið í september á síðasta ári þegar móðurfélag Ístaks, danski verktakarisinn E. Pihl & Son, gjaldþrota, en mikilli útþenslustefnu á síðustu árum var kennt um.

Þátttakendur í tilboðinu fengu afhent ítarleg sölugögn eftir að hafa sýnt fram á þriggja milljarða fjárfestingargetu og undirritað trúnaðaryfirlýsingu. Tilboð fjárfesta verða nú skoðuð og hluta þeirra boðið á síðara stig söluferlisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

Ístak var með baktryggingu á um 70% verkefna sinna gegnum móðurfélagið og var því í vondri stöðu við gjaldþrotið. Eftir samningaviðræður við verkkaupendur varð þó úr að Ístak fékk að halda átta af þeim níu verkefnum sem það var með í Noregi og hefur það að auki samið um ný verkefni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK