Ekki rétt að ræða strax um sameiningu SÍ og FME

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að sú hugmynd að skipa starfshóp um mögulegar breytingar á lögum um Seðlabankann feli ekki í sér vantraust á seðlabankastjóra. Þetta kom fram í máli hans við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í dag. Bjarni sagði að í engu verði kvikað frá sjálfstæði bankans. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. 

Bjarni var spurður út í mögulega sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, en hann sagði að nú væri ekki rétti tímapunkturinn til að segja hver niðurstaða starfshópsins verði. Þá sagði hann að nú væri komið að lokum á skipunartíma seðlabankastjóra eftir að breytingar voru gerðar fyrir fimm árum. Því sé rétt að meta reynsluna af breytingunum og því fyrirkomulagi og sjá hvernig það kom út í samanburði við fyrra kerfi. Í dag er einn seðlabankastjóri og annar varaseðlabankastjóri. Áður voru þrír seðlabankastjórar og var einn þeirra formaður bankastjórnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK