Ný viðmið í baráttu við skattsvik

Skattaundanskot er meiriháttar vandamál á heimsvísu.
Skattaundanskot er meiriháttar vandamál á heimsvísu. EPA

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur gefið út ný viðmið í baráttunni gegn skattsvikum, en yfir 40 ríki hafa þegar samþykkt að taka upp reglurnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að þetta sé mikið framfaraskref.

Angel Gurria, framkvæmdastjóri OECD, segir að þetta séu mikil tímamót og muni styrkja alþjóðalega samvinnu í baráttunni við skattsvikara. 

Hann segir að alþjóðavæðing fjármálakerfisins í heiminum hafi einfaldað mönnum að stunda fjárfestingar, halda utan um þær og stýra þeim utan heimalandsins, eða því landi sem þeir séu búsettir í. 

„Þessi nýju viðmið um sjálfvirk upplýsingaskipti munu efla alþjóðlega samvinnu skattayfirvalda, auka stöðugleika ríkisstjórna er þær leitast við að vernda trúverðugleika skattkerfisins og berjast gegn skattaundanskotum,“ sagði Gurria.

Slík undanskot til aflandsfélaga í skattaskjólum eru meiriháttar vandamál á heimsvísu. Gríðarháar fjárhæðir eru fluttar á milli landa til að komast undan skattayfirvöldum í heimalöndum viðkomandi svikahrappa.

OECD nefnir sem dæmi að heildarhagnaður bandarískra fyrirtækja sem hefur verið fluttur til aflandsfélaga með ofangreindum hætti nemi tveimur milljörðum Bandaríkjadala. Þá er skattaskjólið í Bresku Jómfrúaeyjunum, sem er aðeins um 153 ferkílómetrar að stærð, á meðal fimm helstu fjárfesta í Rússlandi og í Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK