Ódýrar íbúðir í Reykjavík

Þrátt fyrir að mörgum finnist íbúðaverð dýrt í Reykjavík er …
Þrátt fyrir að mörgum finnist íbúðaverð dýrt í Reykjavík er verð á 80 fermetra íbúð miðsvæðis ekki nema einn fimmti af því sem gerist í London. Sigurður Bogi Sævarsson

Verð á meðalíbúð miðsvæðis í Reykjavík kostar ekki nema rúmlega 20% af því sem svipuð íbúð kostar í London. Verð íbúða í Reykjavík er það þriðja lægsta í könnun sem danska blaðið Politiken gerði, en aðeins í Lissabon og Aþenu er ódýrara að kaupa sér íbúð í miðbænum. París og Róm raða sér í efstu sætin ásamt London.

Í London má gera ráð fyrir að 80 fermetra íbúð miðsvæðis kosti um 124 milljónir, en í París er svipuð íbúð á tæplega 122 milljónir. Róm er í þriðja sæti, en þar kostar 80 fermetra íbúð um 110 milljónir.

Stokkhólmur dýrust borga á Norðurlöndunum

Stokkhólmur er dýrasta borgin á Norðurlöndunum til að fjárfesta í íbúð, en þar kostar hún 89 milljónir. Ósló kemur þar á eftir en miðlungsstór íbúð miðsvæðis þar kostar 79 milljónir. Nokkru neðar er Helsinki með 72 milljóna verðmiða og sama íbúð kostar um 46 milljónir. 

Samkvæmt könnun Politiken kostar íbúð í þessum flokki um 27,6 milljónir miðsvæðis í Reykjavík, en aðeins Lissabon, með 26,6 milljóna verðmiða og Aþena, sem stendur í um 20 milljónum, eru þar fyrir neðan.

Tekið skal fram að hér er ekki tekið mið af kaupmætti launa, en flest þeirra landa sem eru ofar Íslandi búa við meiri kaupmátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK