Gagnaver áhugalaus um upprunavottorð

Eigendur gagnavera á Íslandi telja það ekki hafa áhrif á …
Eigendur gagnavera á Íslandi telja það ekki hafa áhrif á orðspor grænnar framleiðslu hér á landi þótt um helmingur af upprunavottorðum séu seld úr landi.

Eigendur gagnavera á Íslandi virðast ekki vera áhyggjusamir yfir aukningu í sölu á upprunaleyfum á raforku úr landi og segja að þrátt fyrir að leyfin séu seld ættu allir að vita að orkan á Íslandi sé græn að uppruna. Í svörum fyrirtækjanna virðist vera horft framhjá því að með því að selja leyfin úr landi geta orkufyrirtæki sem þau kaupa, hvar sem er í heiminum, selt sína orku sem  „endurnýjanlega“ og því er í raun verið að selja þann eiginleika tvisvar sem dregur úr hvötum fyrirtækja til að menga minna.

Viðskipti með vottorð koma Verne ekki við

Verne Global rekur gagnaverið á Ásbrú og á heimasíðu þess kemur fram að öll orka sem notuð sé í verið sé 100% endurnýjanleg. Í svari félagsins kemur fram að þar sem öll íslensk raforka sé framleidd úr jarðvarma eða raforku og sé þar með endurnýjanleg. Þetta sjái viðskiptavinir og geti því verið vissir um að fá slíka orku. Segir jafnframt að öll önnur viðskipti orkufyrirtækjanna séu óviðkomandi Verne.

Í Hafnarfirði rekur Advania gagnaverið Thor Data Center, en Gestur G. Gestsson, forstjóri félagsins, segir í samtali við mbl.is að í ljósi þess að enginn orkuflutningur sé til eða frá landinu skipti vottorðin minna máli. Segir hann að kaupendur að grænni orku séu tvenns konar. Annars vegar þeir sem vilji nýta og stimpla sig græna. Þeir fái hér klárlega 100% græna orku. Hinir vilja losna við koltvísýringsskatta og þurfi upprunavottorð. 

Ekki vandamál í fyrirsjáanlegri framtíð

Hann segir að það gæti orðið vandamál ef öll vottorðin verði seld úr landi, en að það verði ekki í bráð. „Ég sé þetta ekki sem vandamál í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir Gestur. Hann segir fólk bara horfa á raunstöðuna og taki ákvörðun um að koma hingað út frá því. Hann tekur þó fram að fyrirtæki í Bretlandi og Þýskalandi, þar sem mengunarskattar séu háir gætu viljað koma hingað vegna upprunavottorðanna, en að að þessi geiri sé enn það lítill hér á landi að nokkuð sé í að menn fari að reka sig á eitthvað þak í þessum efnum.

Hvorugt fyrirtækjanna virðist telja að opinberar tölur, þar sem gefið er upp hversu stór hluti bókhaldslegrar orkuframleiðslu landsins sé með óendurnýjanlegum orkugjöfum, hafi mikil áhrif á rekstur þeirra og komi þeim jafnvel ekki við. Telja þau að þetta muni ekki hafa áhrif á orðspor landsins sem framleiðanda á grænni orku til framtíðar, en bæði fyrirtækin auglýsa hýsingu í gagnaverunum sem endurnýjanlega eða græna.

Ávinningur við að koma hverfur

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í mánuðinum stefnir í að um helmingur allrar orku hér á landi verði ekki með endurnýjanlegri upprunavottun, heldur munu jarðefnaeldsneyti og kjarnorka telja fyrir um 50%. Þetta þýðir að ætli fyrirtæki sér að sýna opinberlega fram á að þau séu bara að nýta endurnýjanlega orku, þá geta þau það aðeins upp að 50%. Ef þau vilja bæta hlutfallið þurfa þau sjálf að kaupa vottorð frá framleiðendum, en með því hverfur fljótt ávinningurinn af því að koma hingað til lands og byggja upp framleiðslu.

Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, segir söluna á vottorðum ekki …
Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, segir söluna á vottorðum ekki vandamál í fyrirsjáanlegri framtíð. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK