Greiddu þjóðaratkvæði um kaup á orrustuþotum

Gripen F orrustuþota frá Saab
Gripen F orrustuþota frá Saab AFP

Svisslendingar höfnuðu því í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag að kaupa 22 Gripen orrustuþotur af sænska framleiðandanum Saab. Því verður ekkert af samningum sem hljóðaði upp á 24 milljarða sænskra króna, sem svarar til 412 milljarða íslenskra króna. 

Um 52% kjósenda sögðu nei við því að ríkissjóður myndi kaupa nýjar þotur í stað Northrop F-5 Tiger orrustuþotanna sem eru komnar til ára sinna. 48% voru hins vegar sammála því að kaupa vélarnar er Svisslendingar hafa ekki átt aðild að stríðsátökum í 200 ár.

Gripen C orrustuþota frá Saab
Gripen C orrustuþota frá Saab AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK