Sögð vilja ræða við kröfuhafa

Því er haldið fram í frétt Bloomberg að íslensk stjórnvöld muni hefja viðræður við kröfuhafa föllnu bankanna á næstu misserum, jafnvel innan mánaðar. Samkvæmt heimildum mbl.is er þetta ekki rétt.

Hingað til hafa stjórnvöld ekki viljað setjast að samningsborðinu með kröfuhöfunum og var raunar haft eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í frétt­um Stöðvar 2 í fyrradag að ríkisstjórnin hefði ekki enn fengið nauðasamningsdrög fyrir slitabú Kaupþings og Glitnis. Það væri nauðsyn­legt svo hægt væri að meta heild­stætt und­anþágur frá höft­um.

Hvorki náðist í Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, né Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í kvöld vegna málsins.

Fram kemur í áðurnefndri frétt að íslensk stjórnvöld séu nú reiðubúin að heyra sjónarmið umræddra aðila eftir að hafa kynnt sér lagalegar hliðar málsins.

Heimildir mbl.is herma að þetta sé ekki rétt. Íslensk stjórnvöld muni aldrei semja við kröfuhafana. Það sé hins vegar ekki útilokað að þau muni fá erlenda ráðgjafa til liðs við sig til þess að meta þau þjóðhagslegu skilyrði sem verður að uppfylla til að nauðasamningar bankanna geti náð fram að ganga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK