Hætta á fasteignabólu í Bretlandi

Christine Lagarde, framkvæmdastóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á blaðamannafundinum í morgun.
Christine Lagarde, framkvæmdastóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á blaðamannafundinum í morgun. AFP

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, á að hækkandi húsnæðisverð og lækkandi framleiðni séu ógn við efnahagsbatann í landinu. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, vill að gripið verði tafarlaust til aðgerða til að koma í veg fyrir að bóla myndist á fasteignamarkaði.

AGS spáir því að hagvöxtur í Bretlandi verði 2,9% á þessu ári. Á blaðamannafundi í Lundúnum í dag sagði Lagarde að efnahagsbatinn væri nokkuð kröftugur og að hagvöxtur myndi taka við sér á þessu ári. Þróunin væri jákvæð.

Hún óttast hins vegar að húsnæðisbóla myndist á breskum fasteignamarkaði, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Hún lagði meðal annars til að stjórnvöld settu takmörk á fjölda svokallaðra lágra lána sem bankar eða húsnæðisfélög byðu upp á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK