Óbreyttir stýrivextir í 19 mánuði

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að halda vöxt­um bank­ans óbreytt­um. Það þýðir að stýri­vext­ir bank­ans verða áfram 6%. Vext­ir hafa verið óbreytt­ir í 19 mánuði, allt frá því í nóv­em­ber 2012. Þetta er í takt við væntingar greiningardeilda, en aðeins þrjár vikur eru liðnar frá síðasta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans.

Samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands virðist vöxtur innlendrar eftirspurnar hafa verið ívið meiri á fyrsta fjórðungi ársins en spáð hafði verið í maíhefti Peningamála. Hagvöxtur virðist hins vegar hafa verið töluvert minni en þar var spáð, sem skýrist einkum af miklum innflutningi þjónustu. Þess þarf að gæta að erfitt er að túlka ársfjórðungslegar hagvaxtartölur, einkum á fyrsta fjórðungi hvers árs, meðal annars vegna mikilla sveiflna í útflutningsbirgðum, segir í rökstuðningi peningastefnunefndar fyrir vaxtaákvörðuninni nú.

Verðbólga hefur verið við markmið síðustu mánuði og samkvæmt maíspá bankans er talið að svo verði fram á næsta ár, þegar hún eykst vegna framleiðsluspennu. Verðbólguvæntingar eitt til tvö ár fram í tímann hafa lækkað að undanförnu í takt við hjöðnun verðbólgu en verðbólguvæntingar til langs tíma eru enn nokkuð yfir markmiði.

Raunvextir hafa hækkað á árinu

„Gjaldeyrisviðskipti Seðlabankans undanfarið ár hafa stuðlað að auknum stöðugleika krónunnar. Þá hefur bankinn keypt gjaldeyri verulega umfram það sem hann hefur selt á síðustu mánuðum og framundan er það tímabil ársins þar sem gjaldeyrisinnstreymi er jafnan tiltölulega mikið. Því hefur verið ákveðið að taka upp regluleg gjaldeyriskaup á ný. Umfang þeirra verður endurmetið í haust eða fyrr ef aðstæður breytast umtalsvert. Eftir sem áður mun Seðlabankinn beita óreglulegum inngripum í því skyni að draga úr sveiflum í gengi krónunnar,“ segir í tilkynningu.

Hjöðnun verðbólgu og verðbólguvæntinga felur í sér að raunvextir bankans hafa hækkað þó nokkuð það sem af er þessu ári. Slakinn í taumhaldi peningastefnunnar er því líklega horfinn. Óvissa er um hverjir séu jafnvægisvextir Seðlabankans, en líklegt er að aukinn vöxtur innlendrar eftirspurnar á komandi misserum muni að öðru óbreyttu krefjast þess að raunvextir Seðlabankans hækki frekar. Það fer eftir framvindu verðbólgu og verðbólguvæntinga hvort það gefur tilefni til að breyta nafnvöxtum bankans á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK