Mega banna vín á vinnustöðum

Frakkar hafa lengi verið þekktir fyrir mikla neyslu víns.
Frakkar hafa lengi verið þekktir fyrir mikla neyslu víns. AFP

Franska ríkisstjórnin hefur innleitt tilskipun sem heimilar atvinnurekendum að banna léttvín á vinnustöðum. Áður hafði mátt banna allar gerðir áfengis nema léttvín og eplavín, en atvinnumálaráðuneyti landsins rökstuddi ákvörðun sína með þeim rökum að neysla áfengis á vinnustöðum gæti ógnað öryggi og andlegri líðan starfsmanna.

Áfengisneysla veldur árlega um 49 þúsund dauðsföllum í Frakklandi samkvæmt Gustave-Roussy-stofnuninni um krabbameinsrannsóknir. Frakkar hafa lengi verið þekktir fyrir mikla neyslu víns, en hún hefur þó farið minnkandi undanfarið og bjórneysla aukist á móti. Árið 2013 fóru Bandaríkjamenn fram úr Frökkum í málaflokknum og drukku 29 milljónir hektólítra af víni, um einni milljón hektólítra meira en Frakkar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK