Raforkufyrirtæki í kjörstöðu

Orkuveita Reykjavíkur og Silicor Material gerðu nýlega viljayfirlýsingu um sölu …
Orkuveita Reykjavíkur og Silicor Material gerðu nýlega viljayfirlýsingu um sölu á 35 megavöttum vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju. mbl.is/Rax

Forsvarsmenn fyrirtækisins Thorsil, sem áformar að reisa kísilver í Helguvík, segjast áfram vera bjartsýnir á að geta fengið þá raforku sem til þarf þrátt fyrir nýlegan samning Landsvirkjunar við fyrirtækið United Silicon, sem einnig áformar uppbyggingu kísilvers í Helguvík. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur gefið út að engir frekari samningar verði gerðir nema með byggingu nýrra virkjana, en með auknum áhuga erlendis frá hefur samningsstaða raforkufyrirtækja batnað mikið síðustu misseri.

Telja sig geta fengið orku í kísilverið

Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri fjárfestingar- og þróunarfélagsins Strokks sem stendur á bakvið Thorsil-kísilverið, segir í samtali við mbl.is að í áformum Thorsil hafi verið gert ráð fyrir að United Silicon myndi einnig landa raforkusamningi og því stoppi þetta ekki plön Thorsil. „Við teljum að við getum fengið þá orku sem þarf í þetta verkefni og þetta á ekki að hafa áhrif á okkar áform,“ segir hann.

Fyrsti áfangi við Thorsil-kísilverið er nokkuð stærri en fyrsti áfangi hinna veranna sem hafa verið í umræðunni. Á Bakka hefur verið horft til þess að framleiðsla eftir fyrsta áfanga verði 33 þúsund tonn. Hjá United Silicon mun framleiðslan eftir fyrsta áfanga vera 21.500 tonn, en hjá Thorsil er áætlað að fyrsti áfangi skili 54 þúsund tonna framleiðslu. Verksmiðjan mun því þurfa talsvert meiri orku í upphafi en hin tvö kísilverin.

Raforkufyrirtæki í kjörstöðu

Hörður Arnarson hefur lengi talað fyrir því að gott væri að hafa meiri samkeppni um rafmagn hér á landi til að fá sem best verð fyrir það. Þessa samkeppni má meðal annars sjá í nýlegri viljayfirlýsingu Orku náttúrunnar og Silicor Material um kaup á 35 megavöttum af raforku vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga.

Með þeirri stöðu sem komin er upp í dag, þar sem umframeftirspurn virðist vera af hálfu kaupenda, er ljóst að raforkufyrirtæki eru í töluvert betri samningsstöðu en áður.

Þá hefur hann einnig tjáð sig um að Landsvirkjun stefni í auknum mæli að því að aftengja rafmagnsverð við hrávöruverð, en slíkt hefur skapað töluverðar sveiflur, t.d. í tengslum við sölu til álveranna þegar álverð fer upp og niður. Með aukinni eftirspurn eru allavega orkufyrirtækin í kjörsamningsstöðu þar sem þau geta valið úr verkefnum, frekar en að þurfa að leita þau upp, en samkvæmt heimildum mbl.is eru kísilverin ekki þau einu sem hafa verið með fyrirspurnir um stórkaup á raforku hér á landi.

Stefna á að ljúka samningum í haust

Aðspurður um hvenær áformað er að hefja framkvæmdir við kísilver Thorsil segir Eyþór að það gæti orðið strax eftir áramót, en hann á von á að samningar um raforkukaup klárist í haust. Í ljósi orða Harðar um að virkja þurfi meira tekur Eyþór fram að ekki sé verið að horfa til þess að ein virkjanaframkvæmd verði eyrnamerkt verinu.

Aukin eftirspurn er eftir raforku hér á landi og virðast …
Aukin eftirspurn er eftir raforku hér á landi og virðast raforkuframleiðendur vera í betri samningsstöðu en áður. Ómar Óskarsson
Fulltrúar Thorsil og Reykjanesbæjar við und­ir­rit­un lóðarsamn­ings­: Há­kon Björns­son (t.v.) …
Fulltrúar Thorsil og Reykjanesbæjar við und­ir­rit­un lóðarsamn­ings­: Há­kon Björns­son (t.v.) og Pét­ur Jó­hanns­son hafn­ar­stjóri und­ir­rituðu samn­ing­inn. Að baki þeim standa f.v. Eyþór Arn­alds, Árni Sig­fús­son bæj­ar­stjóri og Ein­ar Magnús­son, formaður stjórn­ar Reykja­nes­hafn­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK