Takmarki lán með breytilegum vöxtum

Frá Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar.
Frá Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar. Wikipedia

Stjórnvöld í Svíþjóð skoða nú þann möguleika vandlega að takmarka fasteignalán með breytilegum vöxtum í þeirri viðleitni að auka stöðugleika fjármálakerfisins þar í landi.

Þetta kemur fram í morgunpunktum IFS greiningar. Þar segir að þetta gerist í kjölfar þess að fleiri fasteignakaupendur velji nú lán sem taki mið af skammtímavöxtum.

Breytilegir vextir fasteignalána í Svíþjóð hafa farið lækkandi samfara lægri stýrivöxtum. Þeir eru nú 2,4%, samkvæmt tölum Swedbank, og hafa ekki verið lægri í fjögur ár, að því er segir í umfjöllun IFS.

78 prósent nýrra lána í júlímánuði báru breytilega vexti samanborið við 63 prósent nýrra lána árið 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK